Lög Félags íslenskra kórstjóra
1. gr. NAFN FÉLAGSINS
Nafn félagsins er: Félag íslenskra kórstjóra, skammstafað FÍK.
Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr. TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur félagsins er að:
a) stuðla að samskiptum og samstarfi kórstjóra
b) stuðla að símenntun og miðla upplýsingum þar að um
c) efla erlend samskipti
3. gr. FÉLAGSMENN, AUKA AÐILD OFL.
A. FÉLAGSMENN OG FÉLAGSMENN MEÐ AUKAAÐILD
A.1. Félagsmenn geta orðið þeir sem
a) hafa lokið kórstjórnarnámi
b) hafa unnið við kórstjórn í a.m.k. tvö ár
A. 2 Auka aðild geta þeir fengið sem
a) stunda kórstjórnarnám
b) vinna við kórstjórn en uppfylla ekki skilyrði skv. grein A.1.
Á aðalfundi skal liggja frammi uppfærð félagaskrá.
B. UMSÓKN UM AÐILD AÐ FÉLAGINU
Umsóknir um aðild að félaginu skulu sendar til stjórnar félagsins.
Umsóknir skulu bornar upp af stjórnarmönnum á næsta stjórnarfundi eftir að umsókn berst og
teljast samþykktar greiði meirihluti stjórnarmanna atkvæði með þeim. Umsóknir skulu skráðar í
fundargerð og samþykkir félagsmenn skráðir í félagaskrá.
C. VIRKIR FÉLAGSMENN
Séu félagsgjöld ógreidd við upphaf nýs starfsárs fellur aðild sjálfkrafa úr gildi.
D. NIÐURFELLING AÐILDAR
Séu félagsgjöld ógreidd við upphaf nýs starfsárs fellur aðild viðkomandi félagsmanns sjálfkrafa
úr gildi.
4. gr. AÐALFUNDUR FÉLAGSINS
Aðalfundur fer með æðsta vald í félaginu.
Aðalfundur skal haldinn fyrir lok októbermánaðar ár hvert.
Aðalfund skal boða með tölvupósti til allra félagsmanna með 2ja vikna fyrirvara.
Í fundarboði skal koma fram dagskrá fundarins, megin tillögur sem leggja á fyrir fundinn og
tillögur um lagabreytingar ef einhverjar eru.
Á aðalfundi hafa virkir félagsmenn einir atkvæðisrétt.
Félagsmenn með aukaaðild hafa heimild til að sitja aðalfund en hafa ekki atkvæðisrétt.
Tillaga telst samþykkt ef meirihluti virkra félagsmanna greiðir henni atkvæði sitt.
Dagskrá aðalfundar:
1. Fundarsetning, kosning fundarstjóra og fundarritara og samþykkt síðustu fundargerðar
aðalfundar
2. Skýrsla stjórnar
3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
4. Kjör stjórnarformanns, almennra stjórnarmanna,varamanna og skoðunarmanna reikninga
5. Tillögur um lagabreytingar, ef einhverjar eru
6. Tillaga um ákvörðun árgjalds
7. Nýjir félagar tilkynntir
8. Önnur mál
5. gr. STJÓRN FÉLAGSINS
Í stjórn og varastjórn félagsins sitja samtals sjö virkir félagsmenn, fimm í stjórn og tveir í
varastjórn.
Formaður stjórnar, almennir stjórnarmenn og varastjórn skal kosin árlega á aðalfundi.
Að aðalfundi loknum skiptir stjórnin með sér embættum; (i) gjaldkeri, (ii) ritari og (iii) vefstjóri
félagsins.
Endurkosning formanns stjórnar, almennra stjórnarmanna og varastjórnar er heimil.
Þeir skulu þó ekki gegna sama embætti lengur en 5 ár samfleytt.
Stjórn skal halda a.m.k. fjóra stjórnarfundi ár hvert.
Stjórnarformaður skal boða til stjórnarfunda með a.m.k. 7 daga fyrirvara.
Í fundarboði skal greina dagskrá fundarins.
Stjórnarmenn geta lagt til viðbótar dagskrárefni, þó eigi síðar en 2 dögum fyrir stjórnarfund.
Tillaga telst samþykkt ef meirihluti stjórnar samþykkir hana.
6. gr. ALMENNIR FÉLAGSFUNDIR
Stjórn skal boða til almenns félagsfundar með tölvupósti ef minnst 5 félagsmenn æskja þess og
tilgreina ástæðu fundarins.
Almennur félagsfundur telst lögmætur, hafi til hans verið boðað með minnst fimm daga fyrirvara.
Á almennum félagsfundi hafa virkir félagsmenn einir atkvæðisrétt.
Félagsmenn með aukaaðild hafa heimild til að sitja almenna félagsfundi en hafa ekki
atkvæðisrétt.
Almennur félagsfundur er ekki ályktunarbær um þau atriði sem ræða og kjósa skal um á
aðalfundi.
7. gr. FJÁRHAGUR FÉLAGSINS
Fjárhagsár félagsins er 1. september – 31. Ágúst.
Reiðufé félagsins skal varðveitt á bankareikningi þess hjá innlendri bankastofnun.
Stjórn félagsins tekur ákvarðanir um ávöxtum eigna félagsins.
Allar meiriháttar ákvarðanir um fjárhagsmálefni félagsins skulu bornar undir aðalfund.
8. gr. LÖG FÉLAGSINS
Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi þess.
Tillögur að lagabreytingum skulu sendar með aðalfundarboði.
Lagabreytingar teljast samþykktar ef 2/3 hluti atkvæðisbærra félagsmanna samþykkir þær.
9. gr. SLIT FÉLAGSINS
Félaginu verður ekki slitið nema 3/4 atkvæðisbærra félagsmanna greiði með því atkvæði á
aðalfundi.
Á sama aðalfundi og með sama atkvæðamagni skal jafnframt taka ákvörðun um ráðstöfun eigna
og skulda félagsins.