Tónleikar með Hinseginkórnum

Hinsegin kórinn heldur árlega jólatónleika sína í Lindakirkju laugardaginn 7. desember kl. 15. Yfirskrift tónleikanna er „Hinsegin hátíðarskap“, sem vísar fyrst og fremst til kórsins sjálfs. „Hinsegin hátíðarskap“ er hins vegar í öllum aðalatriðum nákvæmlega eins og „Svona jólaskap“, „Þannig jólaskap“ og „Þitt jólaskap“ svo tónleikarnir hæfa öllum í góðum aðventugír.

Eins og á öllum fyrri tónleikum kórsins er lagavalið fjölbreytt. Að þessu sinni er að finna á efnisskránni gömul og ný íslensk og erlend jólalög, en dægurhetjur á borð við ABBA og Bítlana koma líka við sögu, auk ýmissa yngri spámanna í dægurlagaheiminum.

Húsfyllir hefur verið á jólatónleikum Hinsegin kórsins undanfarin ár og því ráðlegt að tryggja sér miða tímanlega. Miðaverð í forsölu er 2.900 kr. en fullt verð á tónleika er 3.500 kr. Forsala miða fer fram hjá kórfélögum og á tix.is.

Hinsegin kórinn hefur starfað í 8 ár og hann skipa nú um 60 manns. Kórstjóri er Helga Margrét Marzellíusardóttir.

Hljómsveitina, sem leikur með kórnum á tónleikunum, skipa þær Brynhildur Oddsdóttir á gítar, Ingibjörg Elsa Turchi á bassa og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommur.

Reykjavik Queer Choir Christmas Concert will take place on December 7th at 3 pm this year in Lindakirkja, Kópavogur.

Tickets are available directly from Choir members and through tix.is. Special early-bird offer available until the end of day November 16th., only ISK 2.900! After that the regular price will go up to ISK 3.500. For the last few years our Christmas Concert has been very popular so don’t delay in getting your ticket to reserve your place!

Recent Comments

    Categories

    Hafðu samband

    Einn, tveir og þrír