- This event has passed.
Jólatónleikar Hljómfélagsins
14. December kl. 20:00
Okkar árlegu jólatónleikar verða haldnir í Háteigskirkju þann 14. desember kl 20.00.
Hljómfélagið verður í hátíðarskapi og flytur jafnt íslenskar sem erlendar jólaperlur.
Kórinn sem syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur er á sínu 10. starfsári og eru meðlimir mjög spenntir fyrir að eiga notalega jólastund með ykkur.
Hljóðfæraleikarar verða Katie Buckley á hörpu og Björg Brjánsdóttir á flautu.
Miðinn er á 3900 kr. og 2500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri. Miðar verða seldir við inngang (tekið er við kortum).
Flutt verða meðal annars lögin:
Bernskujól
We three kings
Ding dong (Anders Öhrwall)
Sussex carol
Ég höfði lít á jólanótt
Vögguvísa á jólum
Hátíð fer að höndum ein
Nóttin var sú ágæt ein
Ó helga nótt
Frítt fyrir félagsfólk FÍK