
VOCES8 á Íslandi
Breski sönghópurinn VOCES8 sem á marga aðdáendur hér á landi, heldur tónleika í Reykjavík og á Akureyri og býður auk þess upp á vinnusmiðju fyrir kóra og áheyrn kórstjóra.
VOCES8 https://voces8.com var stofnaður árið 2005 af bræðrunum Paul og Barnaby Smith og er heimsþekktur og margverðlaunaður fyrir fágaðan söng og fjölbreytt efnisval.
Hópurinn ákvað að fagna 20 ára starfsafmæli sínu með heimsókn til Íslands.
Með í för eru helstu styrktaraðilar þeirra og myndatökufólk.
Vinnusmiðjur
Valdir hafa verið fjórir íslenskir kórar og kórstjórar þeirra til að vinna með VOCES8 í vinnusmiðjum:
Kammerkór Norðurlands – Guðmundur Óli Gunnarsson
Hljómeyki – Stefán Sand
Kordía – Erla Rut Káradóttir
Hljómfélagið – Fjóla Kristín Nikulásdóttir.
Kórstjórum sem skrá sig í vinnusmiðjur býðst að vera í virkri áheyrn í vinnusmiðjunum.
Dagskrá:
Fimmtudagurinn 25. september | kl. 19:30-21:30 | Hjallakirkja
Kórar hitta VOCES8 og Paul Smith.
Upphitun undir forystu Voces8
Hver þátttökukór syngur eitt verk – endurgjöf frá VOCES8
Rheinberger Abendlied æft (Barney Smith). Lokalag tónleika þriðjud. 30. sept.
https://drive.google.com/drive/folders/1EF_fFIGhcHLmBn7WUSIjOBIA409XeaPU?usp=drive_link
Föstudagurinn 26. september | 19:30-21:20 | Hjallakirkja
Stutt upphitun undir forystu VOCES8
Unnið með tónleikaefnisskrá hvers kórs (20 mín. pr. kór)
Laugardagurinn 27. september | 10:30-12:30 | Hjallakirkja
Unnið undir forystu Paul Smith þar sem verk verður lært og flutt í sameiningu og er kallað “Creative Workshop”. Paul Smith er einn af stofnendum VOCES8 og höfundur “VOCES8 aðferðarinnar”.
Almennur spurningatími þar sem kórfélagar geta spurt Voces8 og Paul spurninga (20 mín.)
Þriðjudagurinn 30. september | 17-19:30
Lokaæfing fyrir hvern kór og sameiginleg æfing í lokin með VOCES8 þar sem lokalag tónleikanna (Rheinberger Abendlied) verður æft..
Þriðjudagurinn 30. september | 20:00 | Tónleikar í Norðurljósum kl. 20.00
Verðskrá:
Áheyrnarþátttaka kórstjóra kr. 22.000
Innifalið: Drykkir og ávextir + aðgöngumiði á tónleikana í Norðurljósum
Skráning: https://forms.gle/mKmjDfxZdB3RkPdr6
Kórstjórar sem ekki eru félagar í FÍK greiða kr. 30.000