Saga félagsins

Félag íslenskra kórstjóra var stofnað 21. júní 2010 með 40 stofnfélögum. 

Aðdragandi var sá að Nordisk Korforum boðaði fund í Vaasa í febrúar sama ár, þar sem óskað var eftir samstarfi félaga kórstjóra á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum.  Til stóð að Norrænu kóra og kórstjórasamtökin Nordisk korforum myndu halda fyrstu ráðstefnu samtakanna og sækja um styrki vegna þessa. Samtökin þurftu því á öllum löndum að halda í félagið svo umsóknin yrði marktæk. Öll Norðurlöndin áttu slík samtök nema Ísland. Því var gengið í það að stofna félag á Íslandi. Tillögur að lögum voru unnar upp úr lögum finnska félagsins með hliðsjón af lögum Félags íslenskra söngkennara, FÍS og Félags íslenskra tónlistarmanna, FÍH. 

Í fyrstu stjórn félagsins sátu: Garðar Cortes, formaður, Hrafnhildur Blomsterberg gjaldkeri, Gróa Hreinsdóttir, ritari, Árni Harðarson, Magnús Ragnarsson og Guðmundur Óli Gunnarsson meðstjórnendur. í varastjórn sátu Margrét Pálmadóttir og Árni Harðarson. 

Stjórnir félagsins eftir fyrsta árið voru eftirfarandi: 

Árið 2011, Formaður Gróa Hreinsdóttir, gjaldkeri Hrafnhildur Blomsterberg, ritari Vilberg Viggósson, meðstjórnendur Árni Harðarson og Magnús Ragnarsson.

Árið 2012 Formaður Gróa Hreinsdóttir, gjaldkeri Hrafnhildur Blomsterberg, ritari Vilberg Viggósson, meðstjórnendur Árni Harðarson og Jón Kristinn Cortez.

Árið 2013 Formaður Gróa Hreinsdóttir, gjaldkeri Hrafnhildur Blomsterberg, ritari Guðrún Árný Guðmundsdóttir, meðstjórnendur Árni Harðarson og Jón Kristinn Cortez. Í varastjórn Helga Loftsdóttir.

Árið 2014 Formaður Jón Kristinn Cortez, gjaldkeri Hrafnhildur Blomsterberg, ritari Guðrún Árný Guðmundsdóttir, meðstjórnandi Árni Harðarson. Í varastjórn Helga Loftsdóttir.

Árið 2015 Formaður Jón Kristinn Cortez, varaformaður Guðrún Árný Guðmundsdóttir, gjaldkeri Hrafnhildur Blomsterberg, ritari Helga Loftsdóttir, meðstjórnandi Hildigunnur Einarsdóttir. Í varastjórn Brynhildur Auðbjargardóttir.

Árið 2016 Formaður Jón Kristinn Cortez, varaformaður Guðrún Árný Guðmundsdóttir, gjaldkeri Hrafnhildur Blomsterberg, ritari Helga Loftsdóttir, meðstjórnandi Hildigunnur Einarsdóttir. Í varastjórn Bára Grímsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir.

Árið 2017  Formaður Jón Kristinn Cortez, varaformaður Guðrún Árný Guðmundsdóttir, gjaldkeri Hrafnhildur Blomsterberg, ritari Helga Loftsdóttir, meðstjórnandi Hildigunnur Einarsdóttir. Í varastjórn Bára Grímsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir.

Árið 2018 var ekki haldinn aðalfundur og því ekki kosin ný stjórn. 

Árið 2019 Formaður Ingveldur Ýr Jónsdóttir, gjaldkeri Helga Margrét Marzellíusardóttir, ritari Gísli Jóhann Grétarson, meðstjórnendur Jón Kristinn Cortez og Gísli Magna. Í Varastjórn Helga Loftsdóttir og Álfheiður Björgvinsdóttir. 

Árið 2020 Formaður Ingveldur Ýr Jónsdóttir, gjaldkeri Helga Margrét Marzellíusardóttir, ritari Gísli Jóhann Grétarson, meðstjórnendur Jón Kristinn Cortez og Gísli Magna. Í varastjórn Kristín Jóhannesdóttir og Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir.