Aðventutónleikar
7. December kl. 17:00 – 19:00
Árlegir aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu verða haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 7. desember kl. 17.00. Flutt verður fjölbreytt aðventu- og jólatónlist frá ýmsum tímum. Meðal annars verða frumflutt verkin Kveiki á einu kerti nú, eftir Þóru Marteinsdóttur og Allir litlir englar, eftir Tryggva M. Baldvinsson sem hann samdi sérstaklega fyrir Söngsveitina Fílharmóníu. Einsöngvari verður Íris Björk Gunnarsdóttir sópransöngkona og Elísabet Waage leikur á hörpu. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.
Almennt miðaverð kr. 3500, öryrkjar og eldri borgarar kr. 2500, frítt fyrir 14 ára og yngri.