Loading Events

« All Events

Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar

5. December kl. 20:00 21:30

Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar verða í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 5. desember og hefjast kl. 20:00. Kórinn er nú á sínu þrítugasta starfsári og hyggur á kórferðalag til Englands næsta vor. Undirbúningur fyrir þá ferð er þegar hafinn og á jólatónleikunum mun kórinn flytja íslenska tónlist í bland við sígild jólalög.
Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Sara Gríms en undirleikari á tónleikunum verður Sveinn Arnar Sæmundsson. Miðasala er við anddyrið, miðaverð er 4000 kr. en ókeypis er fyrir börn 12 ára og yngri. Tónleikagestum verður boðið upp á kaffi og konfekt í tónleikahléi.

kr.4000 Fullt verð

Kvennakór Hafnarfjarðar

View Organizer Website

Víðistaðakirkja

Garðavegur 23
Hafnarfjörður, 220 Iceland
+ Google Map
https://vidistadakirkja.is/