Sigríður Soffía Hafliðadóttir

Stjórnar

Stúlknakór Reykjavíkur, Aurora, Barnakór Grafarvogskirkju, Unglingadeild Grafarvogskirkju, Kvennakórinn HAPPYHOUR

Hefur áður stjórnað

 

Menntun

BA gráða í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands. Er á fyrstu önninni í mastersnámi í listkennslu hjá Listaháskólanum.

Aðrar upplýsingar

Tek að mér raddþjálfun kóra, það má alltaf hafa samband ef einhvern kór vantar kórstjóra í “forfallakennslu”

Áhugamál

Ég hef mikinn áhuga á því að teikna, grafískri hönnun. Árið 2017 stofnaði ég mitt eigið fyrirtæki sem heitir Blómkollur. Blómkollur selur hágæða rúmföt úr 400 þráða bómullarsatíni og einnig hágæða handklæði en báðar vörurnar eiga það sameiginlegt að þær eru þétt ofnar og endingargóðar. Báðar vörur prýðir myndverk eftir mig. Annarsvegar mandölur sem eru gerðar úr vatnslitaðri íslensku flórunni og blekteikning af túnfífli prýðir handklæðin. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.blomkollur.is