Pottþétt 90’s með Hinsegin kórnum

Guðríðarkirkja Reykjavík

Hinsegin kórinn býður ykkur að ferðast aftur í tímann, alt aftur til tíunda áratugs síðustu aldar, sem flestir þekkja sem næntís (90s) tímabilið. Hver man ekki eftir dásamlegum tískuslysum eins og þykkbotna skóm, buxum niður á rass, mínípilsum og flannel skyrtum? Kórinn mun flytja fjölbreytt lög frá þessum tíma, allt frá strákasveitum og glimmeri, yfir […]

Aðventa með Barbörukórnum

Hafnarfjarðarkirkja Strandgata 49, Hafnarfjörður

Í byrjun aðventu býður Barbörukórinn upp á undurfagra kórtónlist. Flutt verða þekkt jólalög í bland við nýrri verk. Hlökkum til að eiga hátíðlega stund með ykkur! Stjórnandi er Kári Þormar. Miðaverð: 3.500 kr. 2.500 fyrir eldri borgara og öryrkja og frítt fyrir börn á grunnskólaaldri.

kr.3500

Jólafiðringur

Langholtskirkja Sólheimar 13, Reykjavík

Aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 16.00. Á dagskrá verða falleg jólalög, innlend og erlend og einnig klassískar perlur á borð við Ave Maria eftir Caccini. Söngurinn mun njóta sín vel í einstökum hljómburði Langholtskirkju. Kvennakór Reykjavíkur var stofnaður árið 1993 og hefur haldið fjölda tónleika og tekið þátt í […]

kr.4800

Bach á aðventunni / Bach Advent Concert

Hallgrímskirkja Hallgrímstorg 1, Reykjavík

BACH Á AÐVENTUNNI / BACH ADVENT CONCERTFyrsti sunnudagur í aðventu 1. desember kl. 17, 2024. Flutt verða verk eftir J.S. Bach; einsöngskantata, einleikskonsert á sembal og kantata fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara. Leikið er á upprunahljóðfæri í barokkstillingu. Hallgrímskirkja hefur um árabil verið leiðandi í flutningi barokktónlistar á upprunahljóðfæri á Íslandi. Flytjendur:Barokkbandið BrákAlfia Bakieva, konsertmeistariKór […]