Skyld’það vera kórajól? *

Guðríðarkirkja Reykjavík

Hinsegin kórinn og Spectrum syngja inn jólin. Jólin eru yndislegasti tími ársins og nú bjóðum við ykkur upp á kórajól, þar sem Hinsegin kórinn og Spectrum koma saman. Við fögnum öllum hliðum jólanna, hvort sem það er snjókallastuð, kertaljós og knús, tregablendin fegurð eða jafnvel hinn ógnvænlegi yfirdráttur. Þessir skemmtilegu tónleikar verða haldnir í Guðríðarkirkju […]

kr.5500

Okkar jól, jólatónleikar samkórs Reykjavíkur

Digraneskirkja Digranesvegur 82, Kópavogur

Samkór Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika þann 5.desember kl.19:30 í Digraneskirkju, Kópavogi.Gömul jafnt sem ný jólalög í ljúfum flutningi. Boðið verður upp á kaffi og smákökur að tónleikum loknum. Miðaverð 3500 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Hlökkum til að sjá ykkur 

kr.3500

Frá ljósanna hásal

Langholtskirkja Sólheimar 13, Reykjavík

Fjórir kórar eldri borgara halda tónleika í Langsholtskirkju. Þetta eru EKKÓ kórinn, Kór félags eldri borgara í Reykjavík, Gaflarakórinn úr Hafnarfirði og Karlakórinn Kátir Karlar.Stjórnendur kóranna eru þau Bjartur Logi Guðnason, Kristín Jóhannesdóttir, Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir og Jón Kristinn Cortez. Undirleikari verður Jónas Þórir.Miðasala er við innganginn og miðaverð kr. 4.000.

kr.4000

Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar

Víðistaðakirkja Garðavegur 23, Hafnarfjörður

Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar verða í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 5. desember og hefjast kl. 20:00. Kórinn er nú á sínu þrítugasta starfsári og hyggur á kórferðalag til Englands næsta vor. Undirbúningur fyrir þá ferð er þegar hafinn og á jólatónleikunum mun kórinn flytja íslenska tónlist í bland við sígild jólalög.Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Sara Gríms en undirleikari […]

kr.4000

Aðventutónleikar

Langholtskirkja Sólheimar 13, Reykjavík

Árlegir aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu verða haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 7. desember kl. 17.00. Flutt verður fjölbreytt aðventu- og jólatónlist frá ýmsum tímum. Meðal annars verða frumflutt verkin Kveiki á einu kerti nú, eftir Þóru Marteinsdóttur og Allir litlir englar, eftir Tryggva M. Baldvinsson sem hann samdi sérstaklega fyrir Söngsveitina Fílharmóníu. Einsöngvari verður Íris Björk Gunnarsdóttir […]

Sanctus Ludus – Helgileikur að hætti Söngfjelagsins

Langholtskirkja Sólheimar 13, Reykjavík

Jólatónleikar Söngfjelagsins eru orðnir fastur liður á aðventunni. Í ár verður boðið upp á helgileik að hætti Söngfjelagsins þar sem jólasagan verður sögð í tali og tónum. Sérstakir gestir eru Pálmi Gunnarsson og Ragnheiður Gröndal, en undirleik annast hljómsveit Kjartans Valdimarssonar. Hver veit nema einn leynigestur líti líka við! Dagskráin er fjölbreytt en friður, gleði […]

Jólatónleikar Kórs Breiðholtskirkju

Breiðholtskirkja Þangbakki 5, Reykjavík

Árlegir jólatónleikar Kórs Breiðholtskirkju verða haldnir í Breiðholtskirkju 8. desember kl 20:00.Enginn aðgangseyrir, bara koma og njóta

Jólakonfekt Spectrum

Seltjarnarneskirkja Kirkjubraut 170, Seltjarnarnes

Spectrum opnar jólakonfektkassann enn á ný og býður upp á girnilegt úrval af jólalögum. Að sjálfsögðu eru margir hátíðlegir klassískir molar sem allir þekkja, en líka margir nýir og spennandi með alls konar bragði úr rokki, poppi, djassi og meira að segja samísku jojki. Eitt er víst, það eru engir vondir molar! Sætin í Seltjarnarneskirkju […]

Aðventutónleikar Harmóníukórsins

Árbæjarkirkja Rofabær, Reykjavík

Þér er boðið á árlega aðventutónleika Harmóníukórsins 2024 í Árbæjarkirkju þriðjudaginn 10. desember klukkan 20. Fjölbreytt dagskrá og hressing að tónleikum loknum. Aðgangur ókeypis.

Jólastund með Söngspírunum

Grensáskirkja Háaleitisbraut 66, Reykjavík

Komdu og njóttu ljúfra tóna með Söngspírunum í Grensáskirkju miðvikudaginn 11. desember klukkan 20:00 Miðaverð er 3500kr Miðasala við inngang og hjá Söngspírum

Olga’s Winter Show

Fríkirkjan í Reykjavík Fríkirkjuvegur 5, Reykjavík

Olga Vocal Ensemble ætlar að syngja jólin inn í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 12. desember kl. 20:00 og flytur meðal annars efni af plötunni Winter Light sem er jafnframt fyrsta og eina jólaplata hópsins. Olga Vocal Enseble er sönghópur sem hefur verið starfræktur síðan árið 2012 en hópurinn hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi sumarið […]